Alvörugefin frétt!

 

Þrír menn eru nú þegar úrskurðaðir látnir við upplesturinn á skýrslu rannsóknarnefnd Alþingis. Lögreglan hefur tilkynnt að það yrði ágætt ef þeir sem eru fengnir til að lesa skýrsluna upp fengu allaveganna eitthvað að borða og vatn að drekka þegar lesturinn er í gangi. Vigfús Hreiðarsson rannsóknarlögreglumaður var reyndar ekki við sem stendur þegar fréttamaður hjá Vikuhorni reyndi að fá skýringu á þessu. En hann komast að því að Vigfús var víst staddur á fleka í miðju Atlantshafinu. Það er hinsvegar önnur frétt, sem við nennum ekki að fjalla um.

Trúlega fimm hundruð ísraelskir skæruliðar voru handsamaðir í pylsuveislu nú á dögunum. Fylgst hafði verið með þeim. Þeir voru klæddir í smóking í einni virtustu pylsuveislu sem haldin er á 5 ára fresti og háma í sig pylsur og þamba þykkmjólk. Við hjá Vikuhorni skiljum eiginlega ekki hversvegna fréttamður okkar kom með þessa frétt. Enda var hann rekinn, já hann var rekinn út úr kaffistofunni. 

5 menn í Bretlandi sem staddir voru á krá voru beðnir um að hætta þessu tali um þræla og einn var skotinn í hægra eistað með baunabyssu. En þar var misskilningur á ferð. Þeir voru að tala um Icesave en þeir voru svo fullir og mikið slím í hálsinum svo að fólkið á kránni hélt þeir væru alltaf að segja Iceslave. Út af þessum misskilning var óvart einn maður lengst inni í horni á kránni sem hafði verið í þrælabúðum í Rússlandi. Hann tók þessu ekki vel og hringdi í alla sem hann þekkti og bað fólkið um að koma á kránna og kenna þessum mönnum lexíu og vera ekki að tala svona um þræla! Þar sem þessi maður var 89 ára gamall kom ekki nema tvær aldraðar konur í göngugrind en létust samstundis þegar 10 lítrar af sjóðandi lýsi helltist yfir þær þegar þær voru að ganga yfir götuna því kráin var hinu megin við götuna. En flutningarbíll sem var með tank fullan af lýsi sá ekki konurnar fyrr en það var of seint svo hann valt bílnum og lýsið helltist yfir konurnar og þær soðnuðu. Allt þetta gerðist út af þessum 5 mönnum sem höfðu ekki hugmynd um að þetta gerðist eða að þeir ullu þessu. 

 

Vísindahornið

Vísindamenn okkar fengu afrit af skýrslu rannsóknanefnd Alþingis á borð til sín. Þeir hafa ekki hugmynd um afhverju og hafa þeir notað skýrsluna sem efnivið í brennu sem þeir kveiktu í og dansa í kringum eldinn. Þeir halda að það sé líklegt að stjörnurnar á himnum muni koma með svar. Verst að það var hábjartur dagur og engar stjörnur.

 

Smáauglýsingar

Trúbador og vælukjói óskar eftir húsnæði í Asparholti. Nánari upplýsingar.  sími : 118, spurðu um trúbadorinn Einar.

Hjólastóll Upphækkaður, með 20 tommu álfelgur, sígarettukveikjara, öskubakka, útvarp og 300 watta hátalara með 450 watta bassaboxi, óska eftir góðu tilboði. Ekkert ruglverð. 

Davíð Oddsson, ekki þessi þekkti óskar eftir að skipta á nafni við einhvern. Er helst að leita eftir Erlingur, Tinni eitthvað þessháttar. Upplýsingar : sími, á ekki síma. netfang, á ekki tölvu, ég verð á vappinu um Skúlagötu í mánuðinum, reyndu að hitta á mig. Verð með bláa derhúfu.

 

  ps. Þið sem lesið þetta hjá Vikuhorni, eru þið....uhhh ég veit ekki hvort ég á að nota fleirtölu, jahh ókei ef þið lesið þetta og rekist á okkur eða sjáið okkur ganga einhversstaðar viljið þið henda í okkur tómötum. Því við erum svo fátækir og frábært ef það gerðist um hádegisbilið svo við fengjum kannski einhvern hádegismat.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband