Hvað pýramídasvindl getur verið "rótgróið"


Ég hef tekið þátt í svo mörgu svona. Þar til ég komst að því að þó svo að fyrirtækið sé rótgróið (fólk veit í rauninni ekkert um það því að netið getur verið með falskar upplýsingar) og maður sé að fá einhvern smá pening fyrir vinnuna getur það líka verið svindl.

Tek til dæmis þetta Maverick Money Makers. Ég fékk einhvern 80 þús kall fyrir þetta en tók mig yfir ár að fá þennan pening, engan veginn þess virði. Þá var maður auðvitað rosa spenntur og fór að auglýsa þetta sem rótgróið fyrirtæki og fékk nátturulega ávísun heim og allt. En hér kemur plottið í þessu.

Í þessum klúbb Maverick Money Makers sýnir kennarinn margar leiðir til að þéna pening. Á að vera rosa sniðugt, en enginn og þá meina ég enginn hefur grætt einhvern pening á því. Svo fer kennarinn vel í hvernig á að auglýsa sjálft business tækifærið. Þar getur maður fengið smá pening enn sjáið þið ekki plottið á bak við þetta?

Svindlið getur verið verulega úthugsað. Varan er kennsla í að þéna pening. En svo er ekkert að marka kennsluna, maður fær pening fyrir að auglýsa kennsluna, þá þarf eigandinn ekki að hafa fyrir því. Fólk fær smá pening fyrir að fá pening frá öðrum, öðruvísi þénar maður ekki peninginn. 

En enginn sem ég veit um hefur grætt einhverjar milljónir. Sem þýðir að fólk er að eyða tíma sínum haldandi í vonina, því það fær smá pening fyrir "vinnuna" en maður er að spila sama plottið við þann sem kaupir vöruna. Þarf að sannfæra hann um að þessi vara sé alvöru, að maður getur lært margar leiðir til að þéna á netinu. (sem virkar ekki og þú veist það sjálf/ur), og maður verður bara "desperate" að fá pening. 

Þá fer maður að trúa að þetta sé ekki svindl og horfir framhjá raunveruleikanum og fer að sannfæra fólk að þetta sé alvöru. Svindl gengur best og lengst þannig að sjálfsögðu.

Þetta er bara eitt dæmi hvað svindl getur verið "rótgróið". Þó svo að það sé kynning á einhverju, fundur....hljómar rosalega viðskiptalega að fara á fund (frekar "heilaþvoun") og meiri segja þó svo það stendur einhversstaðar á netinu með rosalega "pró" heimasíðu um fyrirtækið ertu að segja mér að það sé endilega stimpill á alvöru fyrirtæki, ekki láta spila svona með þig :)

Takk fyrir að lesa,
Steinar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband